Gunnar Már til Crewe

Gunnar Már Guðmundsson í leik með Fjölnismönnum gegn Þrótti.
Gunnar Már Guðmundsson í leik með Fjölnismönnum gegn Þrótti. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Gunnar Már Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Fjölni, heldur á föstudaginn til Englands, þar sem hann mun skoða aðstæður hjá enska 2. deildar liðinu Crewe, sem Guðjón Þórðarson stýrir. Gunnar staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagðist ekki vita mikið um félagið og ekkert hefði verið ákveðið um framhaldið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur sá möguleiki verið viðraður að Gunnar verði lánaður fram á vorið eða þar til knattspyrnuvertíðin hefst hér heima.

Gunnar Már hefur undanfarin ár verið lykilmaður í liði Fjölnis sem kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu í Landsbankadeildinni síðastliðið sumar en þeir voru nýliðar. Frammistaða Gunnars með Fjölni vakti talsverða athygli en hann skoraði tíu mörk í Landsbankadeildinni í tuttugu og tveimur leikjum.

Gunnar fór í október til æfinga hjá norska liðinu Lyn en ekkert varð úr því. Magnús Agnar Magnússonar er umboðsmaður Gunnars og kom hann ferðinni til Crewe í kring.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert