Brasilíumaðurinn Kaká segist hafa hlustað á hjarta sitt þegar hann tók sá ákvörðun í gærkvöld að halda kyrru fyrir hjá AC Milan og hafna ofurtilboði frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City.
,,Mér líður stórskostlega á stað þar sem allir elska mann og ég er mjög ánægður að vera hér. Fjölskylda mín frá frábær að leyfa mér að taka einhliða ákvörðun. Í reifst aldrei við föður minn eins og einhverjir töluðu um. Ég hlustaði á hjarta mitt eins og margt fólk ráðlagði mér að gera,“ sagði Kaká í viðtali við ítalska sjónvarpið í gærkvöld.
,,Ég hef aldrei óskað eftir því að laun mín hækkuðu og ég mun aldrei gera það. Milan hefur alltaf reynst mér vel og hefur hækkað mín laun þegar því hefur fundist það viðeigandi. Ég get bara þakkað fyrir það. Eftir leikinn á laugardaginn fann ég fyrir miklum stuðningi þar sem fólk krafðist þess að ég yrði um kyrrt. Það var yndislegt að finna fyrir þessum mikla stuðningi.“
,,Samherjar mínir voru hreint ótrúlegir. Þeir reyndust mér ákaflega vel, töluðu mikið við mig og stóðu þétt við bak mér. Ég hef ekki verið leikmaður Manchester City í eina einustu mínútu,“ sagði Kaká.