Brasilíski knattspyrnumaðurinn Robinho yfirgaf æfingasvæði Manchester City án leyfis en liðið er þessa vikuna í æfingabúðum á Tenerife. Forráðamenn City hafa ekki viljað tjá sig um þann orðróm um að Robinho sem farinn til Brasilíu en breskir fjölmiðlar halda því fram að leikmaðurinn hafi lent í orðaskaki við knattspyrnustjórann Mark Hughes.
,,Ég veit að Robinho er ekki á æfingasvæðinu í Tenerife en ég á eftir að frekari upplýsingar um málið,“ segir Garry Cook stjórnarmaður Manchester City í viðtali við BBC.
Manchester City keypti Brassann snjalla á 32,5 milljónir punda í ágúst á síðasta ári frá Real Madrid sem er metfé sem greidd hefur verið leikmann á Bretland. Hann hefur skorað 12 mörk á leiktíðinni fyrir City og er orðinn vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum félagsins.