Tottenham í viðræðum við Palacios

Wilson Palacios á hér í höggi við Dimitar Berbatov framherja …
Wilson Palacios á hér í höggi við Dimitar Berbatov framherja Manchester United. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við miðjumanninn Wilson Palacios sem er á mála hjá Wigan. Talið er að Tottenham hafi boðið Wigan 14 milljónir punda leikmanninn er landsliðsmaður Hondúras.

Orðrómur er að Manchester City hafi blandað sér í baráttuna um að fá Palacios en Redknapp er vongóður að leikmaðurinn gangi í raðir Tottenham-liðsins en hann missti af framherjanum Craig Bellamy sem valdi að fara til Manchester City frekar en Tottenham.

Stjórnarformaður Daniel Levy er að ræða við Palacios um kaup og kjör hans hjá Tottenham eftir að hafa náð samkomulagi við Wigan um kaupverðið.

Wigan greiddi aðeins 1 milljón punda fyrir Palacios fyrir ári síðan og hann hefur því margfaldast í verði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert