Bandaríska tryggingarfélagið AIG hefur tilkynnt forráðamönum Englandsmeistara Manchester United að samningur þess við United um að vera einn aðalstyrktaraðili félagsins verði ekki endurnýjaður en samningurinn rennur út í maí á næsta ári.
AIG hefur auglýst merki sitt á keppnisbúningum Manchester United síðustu árin og hafa Englandsmeistararnir fengið 14 milljónir punda á ári fyrir samninginn en bandaríska fyrirtækið stendur mjög höllum fæti og minnstu munaði að það færi á hausinn í haust en yfirvöld í Bandaríkjum komu því til bjargar á síðustu stundu.
Forráðamenn Manchester United eru þegar farnir að þreifa fyrir sér með nýjan styrktaraðila en mörg fyrirtæki vilja komast í samstarf við Englands- Evrópu og heimsmeistara Manchester United.