Sex meiddust hjá Man.Utd

Rafael situr á vellinum eftir að hafa klúðrað færi í …
Rafael situr á vellinum eftir að hafa klúðrað færi í leiknum í kvöld. Hann verður frá næstu vikurnar. Reuters

Sigur Manchester United á Derby County í enska deildabikarnum í knattspyrnu í kvöld, 4:2, var nokkuð dýru verði keyptur fyrir meistarana því sex leikmanna þeirra urðu fyrir meiðslum.

Flest bendir til þess að bakvörðurinn Rafael verði frá keppni í mánuð en hann tognaði aftan í læri. Óvíst er með miðjumanninn Anderson sem var borinn af velli eftir harða tæklingu á síðustu andartökum leiksins en hann  fer í nánari skoðun með morgni. Þá verður miðvörðurinn Jonny Evans væntanlega frá í viku eða svo vegna ökklameiðsla.

Ennremur fóru þeir Nani, Gary Neville og Ryan Giggs allir af velli vegna meiðsla en þau virðast minniháttar hjá þei m öllum.

„Þetta var slæmt að þessu leyti, en við erum komnir í úrslitaleikinn og ættum því að hugsa um að fagna því. Sex til sjö af okkar mönnum urðu fyrir einhvers konar meiðslum og við vorum 10 inná í lokin, eiginlega bara níu því Jonny var mjög slæmur," sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert