Allardyce sagður á höttunum eftir Eiði Smára

Eiður Smári.
Eiður Smári. Reuters

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Sam Allardyce knattspyrnustjóri Blackburn Rovers hafi augastað á Eiði Smára Guðjohnsen og vilji fá hann í sínar raðir frá Barcelona. Blaðið segir að Eiður sé metinn á 2 milljónir punda, 355 milljónir króna, en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Katalóníuliðið.

Allardyce reyndi að fá Eið Smára þegar hann var vð stjórnvölinn hjá Newcastle en Eiður lék undir hans stjórn hjá Bolton. Nær öruggt má telja að Allardyce komi að lokuðum dyrum hjá Eiði Smára enda hefur hann lýst yfir mikilli ánægju með veru sína hjá Börsungum en Eiður hefur staðið sig afar vel með liðinu á tímabilinu og er ánægður með það traust sem Pep Guardiola þjálfari liðsins hefur sýnt sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert