Enska knattspyrnufélagið Aston Villa staðfesti undir kvöldið að það hefði komist að samkomulagi við Wigan um kaup á enska landsliðsframherjanum Emile Heskey fyrir 3,5 milljónir punda og gengið frá samningi við leikmanninn..
Emile verður frábær liðsauki fyrir okkur," sagði Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Villa, við BBC.
Heskey samdi við félagið til hálfs fjórða árs. Þar með er O'Neill kominn með vænan hóp framherja því fyrir eru John Carew, Marlon Harewood, Gabriel Agbonlahor, Ashley Young og hinn bráðefnilegi Nathan Delfouneso.
Emile Heskey varð 31 árs fyrr í þessum mánuði. Hann lék með Leicester frá 16 ára aldri og í sex ár og síðan með Liverpool í fjögur ár. Þaðan fór hann til Birmingham og lék þar í tvö ár og hafði verið í hálft þriðja ár í röðum Wigan. Heskey á að baki 50 landsleiki fyrir Englands hönd og hefur skorað í þeim 5 mörk.