Tom Hicks annar eigandi Liverpool er sagður vera í viðræðum við Nasser Al-Kharafi, vellauðugan kaupsýslumann frá Kúveit, um að hann kaupi félagið. Hicks og meðeigandi hans George Gillett telja verðmæti Liverpool vera 550 milljónir punda en Bandaríkjamennirnir keyptu félagið í febrúar 2007 fyrir 217 milljónir punda.
Mikill styr hefur staðið um bandarísku eigendurna og hefur knattspyrnustjórinn Rafel Benítez ítrekað lent í orðaskaki við þá og stuðningsmenn Liverpool hafa ekki verið sáttir við Bandaríkjamennina.