Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Manchester United fái óútskýrða sérmeðferð þegar kemur að leikjaniðurröðun liðanna í næstu viku.
„United spila á þriðjudag gegn West Brom, síðan spila þeir við Everton á miðvikudeginum vikuna á eftir, en Everton verða nýbúnir að spila sunnudagsleik. Það er erfitt að útskýra af hverju eitt lið spilar á þriðjudegi og öll önnur á miðvikudegi. Þetta er ósanngjörn keppni. Ég held að Rafael Benitez hafi haft rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á Ferguson, þegar horft er til leikjaplansins,“ sagði Wenger.
Arsenal spilar spila bikarleik á sunnudaginn en spila svo við Everton á miðvikudeginum í næstu viku. Á laugardaginn eftir viku spilar liðið síðan gegn West Ham.