Grannliðin Liverpool og Everton skildu jöfn, 1:1, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Anfield í dag. Sömu úrslit og í úrvalsdeildinni á mánudag og þau þurfa að mætast að nýju á Goodison Park, heimavelli Everton.
Everton náði forystunni á 28. mínútu. Eftir hornspyrnu skallaði Tim Cahill að marki og í markteignum var Jolean Lescott og stýrði boltanum með höfðinu í netið, 0:1.
Steven Gerrard jafnaði metin fyrir Everton á 53. mínútu eftir hreint stórbrotin tilþrif hjá Fernando Torres sem gaf boltann á hann innfyrir vörn Everton, 1:1.
Tim Howard markvörður Everton hefði líklega átt að verja skot Gerrards en bætti fyrir það á 55. mínútu þegar hann varði þrumufleyg frá fyrirliða Liverpool með miklum tilþrifum.
Lið Liverpool: Reina, Arbeloa, Dossena, Carragher, Skrtel, Mascherano, Alonso, Kuyt, Babel, Gerrard, Torres.
Varamenn: Cavalieri, Hyypiä, Riera, Aurelio, Benayoun, Lucas, Ngog.
Lið Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Lescott, Baines, Anichebe, P. Neville, Osman, Castillo, Pienaar, Cahill.
Varamenn: Nash, Jacobsen, Jutkiewicz, Rodwell, Gosling, van der Meyde, Yobo.