Slær Van der Sar met?

Edwin Van der Sar gæti sett met í kvöld.
Edwin Van der Sar gæti sett met í kvöld. Reuters

Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, slær met í ensku úrvalsdeildinni nái hann að halda marki sínu hreinu gegn WBA en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United hefur ekki fengið á sig mark í 10 leikjum í röð í úrvalsdeildinni en það afrekaði Chelsea tímabilið 2004-05. Sá síðasti sem náði að skora framhjá Van der Sar í úrvalsdeildinni var Samir Nasri í 2:1-sigri Arsenal á United hinn 8. nóvember.

Hollendingurinn hefur haldið markinu hreinu í 942 mín. og nái hann að halda því hreinu í minnst 84 mín. í kvöld slær hann met sem er í eigu Petr Cech hjá Chelsea sem lék í 1025 mín. án þess að fá sig mark.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert