Hermann verður um kyrrt hjá Portsmouth

Hermann Hreiðarsson og Kevin Davies í baráttu.
Hermann Hreiðarsson og Kevin Davies í baráttu. mbl.is/boltonfc

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson verður um kyrrt í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Portmouth og fer ekki til enska 1. deildar liðsins Reading nú í janúarglugganum.

Hermann óskaði eftir því að fá að fara frá Portsmouth fyrr í þessum mánuði og var nánast frágengið að hann færi til Reading í 1. deildinni en knattspyrnustjórinn Tony Adams kom í veg fyrir það og gerði Hermanni það ljóst að hann vildi ekki missa hann.

,,Adams sleppir mér ekki héðan af og nú fyrst ég er farinn að spila á ný þá er staðan breytt og ég er bara einbeittur á að klára tímabilið með Portsmouth og sjá svo til eftir það. Ég held að ég sé búinn að vinna mér sæti í liðinu á nýjan leik. Ég heyrði eftir hálfleikinn sem ég spilaði á móti Swansea um síðustu helgi að ég yrði settur inn í liðið og þegar maður fær að spila eru engin vandamál,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gær. Meira í Mogganum í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert