Alex Ferguson: Verðum að nýta færin betur

Mikel Arteta brýtur á Michael Carrick og úr vítaspyrnunni sem …
Mikel Arteta brýtur á Michael Carrick og úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Ronaldo sigurmarkið. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var ánægður að sjá lið sitt vinna Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og halda markinu hreinu enn einn ganginn en knattspyrnustjórinn telur þó að að lærisveinar sínir geti bætt leik sinn.

,,Við vorum með gott tak á Everton í leiknum og við hefðum átt að gera út um leikinn með því að skora annað mark en það gekk ekki. Það vantaði að nýta færin. Fyrst við gerðum ekki annað var maður aldrei öruggur með sigurinn,“ sagði Ferguson við Manchester United sjónvarpsstöðina eftir leikinn en með sigrinum náðu hans menn fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. 

,,Lið Everton er mjög kröftugt og í liðinu eru miklir íþróttamenn og þar sem við náðum ekki að skora annað mark þrátt fyrir góð marktækifæri þá var spenna í leiknum allt til leiksloka. Ronaldo gerði vel í vítaspyrnunni. Hann var undir pressu en vítið kom undir lok hálfleiksins en hann hélt ró sinni og skoraði af öryggi,“ sagði Ferguson sem hrósaði Michael Carrick sérstaklega fyrir góðan leik.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert