Tekur undir með Benitez

Scolari segir enska dómara óvilhalla liði sínu.
Scolari segir enska dómara óvilhalla liði sínu. Reuters

Felipe Scolari, stjóri Chelsea, kom kollega sínum Rafael Benítez til varnar í orrahríð þess síðarnefnda við Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi í gær. Vildi Scolari jafnframt meina að andstæðingar Chelsea kæmust upp með grófan leika „á brúnni“, eins og heimavöllur liðsins í Lundúnum er kallaður.

„Klúbbarnir sem heimsækja Stamford Bridge brjóta 20, 50 eða 60 sinnum af sér í leik án þess að fá spjald. Ekki neitt! Þeir leika ekki knattspyrnu, heldur gera aðeins sitt til að koma í veg fyrir að boltinn fljóti og drepi þar með leikinn. Ef einn leikmaður Chelsea brýtur af sér er dregið upp rautt spjald!“

Scolari telur stjörnum prýtt lið Chelsea beitt miklum órétti, en lið hans mætir Liverpool á Anfield á morgun í leik sem gæti haft mikið að segja um hvort liðið veitir Manchester United harðari keppni á lokakaflanum.

„Ég kom hingað til að segja hug minn. Ég hef beðið í 23 leiki til að sjá og nú veit ég margt um enska knattspyrnu. Ég hef fimm sinnum átt möguleika á að sjá lið mitt fá dæmda vítaspyrnu. Nei, aldrei! Kannski munum við í framtíðinni fá dæmt víti. Dómarar virðast ekki telja að brotið sé á mínum mönnum.“

Lýsti Scolari því næst yfir skilningi á þeirri gagnrýni Benitez að Ferguson reyni að hafa áhrif á dómara sem dæma leiki á Old Trafford.

Hann bætti því svo við að ekki mætti gleyma því að Ferguson hefði á góðu liði að skipa.

Benítez lét sem kunnugt er umrædd orð falla áður en jafnteflishrina skall á hjá Liverpool og liðið seig niður í þriðja sæti deildarinnar.

Síðan hefur hitnað undir stjóranum og það vakti því athygli þegar Ferguson kom Everton til varnar með vísun til þess að liðið hefði stillt upp ungum mönnum á móti Liverpool, eftir að Benítez vændi grannliðið í Liverpool um að pakka í vörn að hætti smáliða.



 

Rafael Benitez á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. …
Rafael Benitez á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hér ræðir hann við Fernando Torres í leiknum á móti Everton 27. janúar. Það hefur haft veruleg áhrif á gengi Liverpool að Torres hefur verið fjarri sínu besta formi að undanförnu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert