Manchester United endurheimti toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að sigra West Ham, 1:0, á Upton Park í London. Ryan Giggs skoraði sigurmarkið og Edwin van der Sar setti breskt met með því að halda markinu hreinu 13. deildaleikinn í röð.
Van der Sar setti í síðasta leik met í ensku deildakeppninni með 12. leiknum í röð og í dag sló hann metið á Bretlandseyjum sem Chris Woods hjá Rangers í Skotlandi setti árið 1987.
Manchester United er komið með 56 stig á toppnum og á leik til góða á Liverpool sem er í öðru sæti með 54 stig.
Bein textalýsing frá Upton Park.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en litlu munaði að Carlton Cole næði að koma West Ham yfir snemma leiks.
Ryan Giggs fyrirliði Manchester United braut ísinn á 62. mínútu þegar hann fékk boltann úti á vinstri kanti, plataði varnarmenn uppúr skónum og skoraði síðan með góðu hægrifótarskoti, 0:1.
West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Behrami, Parker, Noble, Collison, Cole, Di Michele.
Varamenn: Lastuvka, Nsereko, Boa Morte, Kovac, Spector, Tristan, Sears.
Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, O'Shea, Ronaldo, Scholes, Carrick, Giggs, Tévez, Berbatov.
Varamenn: Foster, Park, Nani, Welbeck, Fabio Da Silva, Fletcher, Eckersley.