Viðureign nágrannaliðanna og erkifjendanna í Norður-London, Tottenham og Arsenal, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór á White Hart Lane í dag lyktaði með 0:0 jafntefli. Tottenham var þó manni fleiri frá 37. mínútu þegar Emmanuel Eboue var rekinn af velli.
Bein textalýsing frá White Hart Lane.
Arsenal varð fyrir tveimur stórum áföllum með stuttu millibili. Á 35. mínútu tognaði Emmanuel Adebayor aftan í læri og þurfti að fara af velli. Á 37. mínútu fékkk Emmanuel Eboue sitt annað gula spjald og var þar með rekinn af velli. Hann sparkaði á eftir Luka Modric, leikmanni Tottenham.
Tottenham réð ferðinni nær allan tímann en náði ekki að knýja fram sigur. Í uppbótartímanum voru markverðirnir hetjur liða sinna, Carlo Cudicini varði vel frá Nicklas Bendtner og síðan komst Luka Modric einn gegn Manuel Almunia í marki Arsenal en Almunia varði glæsilega frá honum.
Arsenal er áfram í 5. sæti deildarinnar, nú með 44 stig en Tottenham er áfram í 15. sætinu, nú með 25 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Nýi Rússinn Andrei Arshavin var meðal varamanna Arsenal í dag, sem og Eduardo sem var í leikmannahópi Arsenal í fyrsta skipti síðan hann fótbrotnaði illa í leik gegn Birmingham fyrir ári síðan.
Lið Tottenham: Cudicini, Corluka, Dawson, Woodgate, Assou-Ekotto, Lennon, Jenas, Palacios, Modric, Pavlyuchenko, Keane.
Varamenn: Gomes, Bale, Zokora, Huddlestone, Bent, Taarabt, Chimbonda.
Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Eboue, Song, Denilson, Nasri, Adebayor, Van Persie.
Varamenn: Fabianski, Eduardo, Ramsey, Djourou, Arshavin, Bendtner, Gibbs.