Samkvæmt nýrri skýrslu Deloitte er spænska knattspyrnufélagið Real Madrid það ríkasta í heimi. Það veltir Manchester United af stalli sínum, en ástæðan er gengismunur pundsins gagnvart evruni.
„Ef pundið stæði ekki svona illa, væru níu en ekki sjö lið úr ensku úrvalsdeildinni á topp 20 listanum og Manchester United væri efst á þeim lista,“ sagði Dan Jones hjá íþróttaviðskiptadeild Deloitte.
Listinn er byggður á tekjum liðanna árið 2007/2008, en þar munar mest um innkomu vegna sjónvarpsréttinda, miðasölu og treyjusölu, auk verðlaunafés.
1. Real Madrid (Spánn) €365.8m (£289.6m)
2. Manchester United (England) €324.8m (£257.1m)
3. FC Barcelona (Spánn) €308.8m (£244.4m)
4. Bayern Munich (Þýskaland) €295.3m (£233.8m)
5. Chelsea (England) €268.9m (£212.9m)
6. Arsenal (England) €264.4m (£209.3m)
7. Liverpool (England) €210.9m (£167.0m)
8. AC Milan (Ítalía) €209.5m (£165.8m)
9. AS Roma (Ítalía) €175.4m (£138.9m)
10. Internazionale (Ítalía) €172.9m (£136.9m)
11. Juventus (Ítalía) €167.5m (£132.6m)
12. Olympique Lyonnais (Frakkland) €155.7m (£123.3m)
13. Schalke 04 (Þýskaland) €148.4m (£117.5m)
14. Tottenham Hotspur (England) €145.0m (£114.8m)
15. Hamburger SV (Þýskaland) €127.9m (£101.3m)
16. Olympique de Marseille (Frakkland) €126.8m (£100.4m)
17. Newcastle United (England) €125.6m (£99.4m)
18. Vfb Stuttgart (Þýskaland) €111.5m (£88.3m)
19. Fenerbahce (Tyrkland) €111.3m (£88.1m)
20. Manchester City (England) €104.0m (£82.3m)