James setur met í úrvalsdeildinni

David James faðmar Hermann Hreiðarsson eftir að þeir urðu bikarmeistarar …
David James faðmar Hermann Hreiðarsson eftir að þeir urðu bikarmeistarar með Portsmouth síðasta vor. Reuters

Markvörðurinn David James verður að öllu óbreyttu orðinn leikjahæsti leikmaðurinn frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðdegis á morgun þegar Portsmouth mætir Manchester City.

James, sem er 38 ára gamall, leikur þá sinn 536. leik í deildinni á sextán árum og kemst framúr Gary Speed, sem nú deilir metinu með honum. James hefur leikið með Liverpool, Aston Villa, Manchester City og nú Portsmouth í deildinni. Hann hafði varið mark Watford í þrjú ár áður en úrvalsdeildin var stofnuð og samtals eru deildaleikirnir hans orðnir 650 talsins.

Leikur Portsmouth og City er reyndar eini leikur morgundagsins í deildinni þar sem bikarkeppnin ræður ríkjum í Englandi þessa helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert