Aron Einar orðaður við Liverpool

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaðurinn ungi sem leikur með enska 1. deildarliðinu Coventry er farinn að vekja áhuga hjá nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Að því er fram kemur í enska blaðinu Daily Mirror í dag er Liverpool eitt þeirra liða sem eru með Akureyringinn undir smásjánni.

Blackburn og Celtic eru einnig sögð áhugasöm um að krækja í Aron sem skoraði glæsimark gegn Blackburn á laugardaginn og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna í þeim leik. Aron hefur verið fastamaður í Coventry-liðinu á tímabilinu og hefur stimplað sig vel inn þar sem og með íslenska landsliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert