Man.Utd með fimm stiga forystu

Park Ji-sung og Wayne Rooney fagna markinu sem Rooney skoraði …
Park Ji-sung og Wayne Rooney fagna markinu sem Rooney skoraði í kvöld. Reuters

Manchester United átti ekki í vandræðum í kvöld þegar liðið tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3:0 og þar með náðu meistararnir fimm stiga forystu í deildinni, auk þess sem þeir héldu marki sínu hreinu í 14. deildaleiknum í röð.

Manchester United er nú komið með 59 stig en Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 54 stig. Fulham er áfram í 10. sætinu með 30 stig.

Nákvæma lýsingu á gangi mála má nálgast hér.

Paul Scholes skoraði fyrsta mark United á 12. mínútu með föstu skoti utan teigs, það var hálfvarið en boltinn lak inn fyrir línuna.

Dimitar Berbatov kom boltanum í netið á 30. mínútu, 2:0, og það endurspeglaði gang leiksins því United hafði haft mikla yfirburði.

Wayne Rooney kom heimamönnum í 3:0 með marki á 63. mínútu en þá hafði hann verið inná í tæpar tvær mínútur. Þetta var fyrsti leikur hans í einar fimm vikur en hann hefur verið meiddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert