Gerrard ekki með Liverpool

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool. Reuters

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool verður ekki með sínum mönnum  þegar þeir taka á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Gerrard hefur ekki jafnað sig að fullu af meiðslum í læri og er ekki tekin áhætta með að tefla honum fram í leiknum á móti City.

,,Steven er ekki tilbúinn í leikinn á móti Manchester City og það er óvíst hvort hann verði með okkur gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku. Sjálfur segist hann verða með í þeim leik en við munum ákveða það á mánudaginn,“ sagði Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool í dag.

Liverpool er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar fimm stigum á eftir Manchester United en sá munur gæti verið kominn í átta stig á morgun en meistarar United fá Blackburn í heimsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert