Slær Van der Sar Evrópumetið á morgun?

Edwin van der Sar hefur haldið marki Manchester United hreinu …
Edwin van der Sar hefur haldið marki Manchester United hreinu í 1.302 mínútur. Reuters

Takist Edwin van der Sar markverði Manchester United að halda marki sínu hreinu í 89 mínútur gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford morgun setur hann nýtt Evrópumet.

Van der Sar hefur haldið hreinu í 14 leikjum í röð í úrvalsdeildinni og eru liðnar 1.302 mínútur síðan hann fékk síðast á sig mark en Evrópumetið á Belginn Dany Verlinden sem hélt marki Club Brügge hreinu í samtals 1.390 mínútur í belgísku 1. deildinni frá 3. mars til 26. september árið 1990.

,,Ef Edwin van der Sar nær að slá metið gerir það ekkert til. Hann er frábær markvörður sem ekkert að flækja hlutina. Hann er ekki með neina sýndarmennsku og stendur vaktina ávallt af miklu öryggi. Þetta er met til að slá og ég hef beðið eftir því að það myndi falla,“ sagði Verlinden í samtali við norska blaðið Aftenblad.

Verlinden, sem er 45 ára gamall og lagði markmannshanska á hilluna árið 2004, er markvarðarþjálfari hjá Club Brügge.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert