Milan mun ekki hækka boð sitt í Beckham

Beckham í búningi Milan. Miklar vangaveltur eru nú uppi um …
Beckham í búningi Milan. Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtíð hans hjá Milan. Reuters

Varaforseti ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan, Adriano Galliani, hefur sagt að liðið muni ekki hækka tilboð sitt í leikmann LA Galaxy, David Beckham. Er því útlit fyrir að leikmaðurinn muni ekki vera lengur í herbúðum Milan á láni en til 8. mars.

„Milan hefur boðið það sem við teljum vera sanngjarna upphæð fyrir 8 mánaða lán, því líkt og Galaxy hefur staðfest, verður Beckham með lausan samning þann 30. nóvember. Ég vil ekki valda neinum deilum. Ég þakka Galaxy fyrir lánið á Beckham. En við höfum ekki í hyggju að hækka tilboð okkar. Ég hef reynslu af svona leikmannakaupum og þykist hafa vit á verðmati leikmanna. Það er ekkert vit í því að borga meira fyrir leikmanninn miðað við þessar aðstæður,“ sagði Galliani.

 Ítalskir fjölmiðlar halda því þó fram, að Beckham verði leyft að spila með Milan út leiktíðina í Serie A deildinni ítölsku, en snúi aftur til Bandaríkjanna í júní, þegar tímabilið verður byrjað í MLS-deildinni. Þetta hefur þó hvergi fengist staðfest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert