Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Reuters

Liverpool náði aðeins 1:1 jafntefli gegn Manchester City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, þrátt fyrir mörg góð færi. Craig Bellamy kom gestunum yfir á 49. mínútu, en Dirk Kuyt jafnaði á 78. mínútu fyrir heimamenn. Munar því sjö stigum á toppliði Manchester United og Liverpool.

Þetta er sjötta jafntefli Liverpool á heimavelli, sem gæti reynst félaginu dýrmætt í titilbaráttunni við Manchester United. Liðið lék án Steven Gerrards og Xabi Alonso og munaði um minna. Liverpool-liðið var andlaust framan af, en það lifnaði heldur betur yfir þeim eftir að jöfnunarmarkið leit dagsins ljós. Þeir héldu ágætri pressu á City liðinu, sem þó var ávallt skeinuhætt í skyndisóknum, með þá Bellamy og Robinho í fremstu víglínu. Þrátt fyrir marga góða spretti og skot náðu Liverpool-menn þó ekki að jafna og munu leikmenn og aðdáendur Manchester United vafalaust fagna úrslitunum í dag.

87. Kuyt á skot úr þröngu færi en boltinn rétt framhjá. 

85. Pressa Liverpool eykst. Benayoun á viðstöðulaust skot í vítateig City, en beint á Given. 

83. Kuyt á fast skot fyrir utan teig, en beint á shay Given sem ver.  

78. Dirk Kuyt jafnar eftir sendingu frá Benayoun, með viðkomu í Torres. 1:1. 

75. Vincent Company er heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald á stuttum tíma. El Zahar fær þó spald hjá Liverpool. 

49. Craig Bellamy skorar gegn sínu gamla liði, með góðu skoti, sem hafði þó viðkomu í varnarmanni. 0:1. 

45. Dirk Kuyt á skalla, enframhjá marki Manchester City.  

37. Albert Rieira á skot rétt framhjá eftir góða sókn Liverpool.

32. Richard Dunne fær gult spjald fyrir brot á Dirk Kuyt.  

30. Robinho á góða sendingu á Stephen Ireland í skyndsókn, en Ireland skýtur beint á Pepe Reina í dauðafæri og besta færi leiksins.

Lið Liverpool:

Pepe Reina, Jamie Carragher, Martin Srtel, Andrea Dossena, Álvaro Arbeloa, Lucas Leiva, Javier Mascherano, Fernando Torres, Dirk Kuyt, Alberto Rieira, Yossi Benayoun.

Manchester City:

Shay Given, Nedum Onuoha, Richard Dunne, Micah Richards, Nigel de Jong, Vincent Company, Stephen Ireland, Wayne Bridge, Pablo Zabaleta, Robinho, Craig Bellamy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert