Benítez neitar að gefast upp

Rafael Benítez
Rafael Benítez Reuters

„Þetta verður ekki auðvelt. Við þurfum að vinna okkar leiki og við verðum að vinna á Old Trafford,“ segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1:1 jafnteflið við Manchester City í gær.

Manchester United hefur nú sjö stiga forystu í ensku deildinni og flestir virðast telja fátt benda til að eitthvert lið geti ógnað Ferguson og lærisveinum hans.  En Benítez neitar að gefast upp og segir allt mögulegt í fótbolta.

„Þegar maður er í svona eltingaleik verðum við að vinna og því er ég vonsvikinn að hafa ekki unnið City. Ég trúi því samt að við getum orðið meistarar en þá verðum við að vinna næstu tvo leiki, á móti Middlesbrough og Sunderland og síðan að leggja United á Old Trafford,“ segir Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert