David Beckham heimsótti fyrrum félaga sína í Manchester United í kvöld þegar þeir æfðu á San Síró leikvanginum í Mílanó fyrir leikinn gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun.
,,Ég get ekki beðið eftir því að sjá þennan leik. Ég hef ekki verið á mörgum United leikjum síðan ég fór frá liðinu svo um leið ég vissi af leiknum þá ætlaði ég að sjá hann ef ég væri enn í Mílanó. Ég er mjög spenntur og það er líka frábært tækifæri að hitta gamla félaga eins og Giggs og Scholes sem ég hef ekki hitt lengi,“ sagði Beckham í samtali við vef Manchester United.
,,Þetta er leikur tveggja af sterkustu liða í heimi sem eru bæði í toppformi svo þetta ætti að verða frábær leikur. Báðir knattspyrnustjórarnir eru reynslumiklir og kunna öll fræðin vel svo þetta verður barátta á öllum sviðum. Inter er með klassa leikmenn í öllum stöðum. Framherjar þeirra eru mjög sterkir sem geta skapað vandamál en vörn Manchester United hefur verið frábær og ég tala nú ekki um þeirra skæðu sóknarmenn sem munu örugglega gera usla í vörn Inter.“
,,Ég er verið aðdáandi United allt mitt líf og mun verða það áfram. Ég á enn vini í liðinu sem ég spilaði með og spila með nokkrum þeirra í landsliðinu. Ég vona innilega að Manchester United vinni alla þá titla sem það er í baráttunni um. Það yrði stórkostleg afrek og ég man vel eftir því frábæra afreki þegar við unnum þrennuna árið 1999,“ sagði Beckham.