Lærisveinar Guðjóns á sigurbraut

Guðjón Þórðarson fagnaði sigri í kvöld með Crewe.
Guðjón Þórðarson fagnaði sigri í kvöld með Crewe. IAN HODGSON

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar hjá enska liðinu Crewe halda áfram á sigurbraut. Í kvöld unnu þeir mikilvægan sigur á Yeovil, 2:0, á heimavelli. Þar með heldur Crewe áfram að mjakast upp úr botnbaráttunni en liðið er nú komið með 31 stig.  Um leið var þetta fimmti sigur liðsins í átta leikjum undir stjórn Guðjóns. 

Crewe er ennþá í þriðja neðsta sæti ensku 3. deildarinnar en nálgast Brighton sem er í fjórða neðsta sætinu. Brighton gerði aðeins jafntefli í kvöld og þar með munar aðeins einu stigi á liðunum. Þá er Crewe tveimur stigum á eftir Leyton Orient sem er er í fimmta neðsta sæti og á auk þess leik inni á þá Orient-menn. Fjögur neðstu liðin falla úr deildinni í vor.

Clayton Donaldson kom Crewe á bragðið í kvöld rétt áður en leikmenn gengu til búningsklefa að loknum fyrri hálfleik. John Brayford innsiglaði sigurinn með öðru marki ellefu mínútum fyrir leikslok.

Crewe leikur afar mikilvægan leik um næstu helgi þegar liðið sækir Brighton heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert