Jose Mourinho þjálfari Inter verður ekki refsað af aganefnd UEFA vegna ummæla hans um dómarann í viðureign Inter og Manchester United í gær. Mourinho var ekki sáttur með frammistöðu Luis Medina Cantalejo og fannst hann draga taum Manchester United í leiknum.
Talsmaður UEFA greindi frá því í dag að Mourinho yrði ekki beittur neinni refsingu sem þýðir að hann getur stjórnað ítölsku meisturunum þegar þeir mæta United í síðari leiknum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford þann 11. mars.
Mourinho sagði eftir leikinn í gær; ,,Þegar við förum til Old Trafford þá fáum við ekki sama dómarann. Ef við fáum dómara sem verndar útiliðið eins vel á Old Trafford og gert var í þessum leik þá munum við komast áfram í næstu umferð.
Allir dómarar voru gegn okkur. Þið sjáið hversu margar aukaspyrnur United fékk á móti okkur. Við fengum spjöldin en þeir ekki og mér fannst augljóslega koma í ljós að dómarinn var á þeirra bandi. Vonandi verður dómarinn í okkar liði í næsta leik.“