Benítez: Er ekki á förum

Rafael Benítez
Rafael Benítez Reuters

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir alveg ljóst að hann muni ekki yfirgefa Liverpool og segist hissa á þeim orðrómi að hann hafi ætlað sér að fara frá félaginu.

Veðbankar höfðu tekið við veðmálum fram að leik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni í gær, en þær sögur gengu fjöllunum hærra að framtíð Benítez gæti ráðist af framgangi Liverpool í þeim leik.

Benítez hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Liverpool þar sem hann hefur óskað eftir því að fá fulla stjórn á félagskiptum félagsins. Eftir leikinn í gær sagði hann lögfræðinga sína hafa rætt við eigendur Liverpool og hann væri viss um að lausn fyndist á málinu.

„Ég var mjög hissa þegar ég heyrði sögurnar um að ég ætlaði að segja af mér hjá félaginu. Ég get fullvissað alla um að þeirri hugsun hefur ekki skotið upp í kollinum á mér að hætta. Ég hef ekki hugleitt það enda nóg að gera við að skipuleggja leikina hjá okkur. Ég vil halda áfram og ætla að sýna eigendunum það á vellinum,“ sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert