Parry að hætta hjá Liverpool

Rick Parry ræðir við Arsene Wenger og Rafael Benítez.
Rick Parry ræðir við Arsene Wenger og Rafael Benítez. Reuters

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, mun hætta sem slíkur í lok þessa tímabils samkvæmt því er fram kemur á vef BBC.

Samkvæmt því er fram kemur hjá BBC mun brotthvarf hans tengjast kröfu Rafaels Benítez, knattspyrnustjóra félagsins, um að fá alfarið að sjá um kaup og sölu á leikmönnum.

BBC segir að síðar í dag verði tilkynnt um að Parry hyggist hætta og lætur að því liggja að trúlega verði ekki langt að bíða þar til Benítez fáist til að skrifa undir nýjan samning hjá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert