Ruddy hjá Crewe út leiktíðina

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson www.crewealex.net

Enska 2. deildarliðið Crewe Alexandra, sem Guðjón Þórðarson stýrir, hefur framlengt lánssamninginn við markvörðinn John Ruddy en hann er í láni frá Everton. Ruddy hefur leikið sérlega vel á milli stanganna hjá Crewe, sem hefur unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum.

Ruddy kom til Crewe í janúar og hefur hann átt góðu gengi að fagna með Crewe-liðinu sem mætir Brighton í sannkölluðum sex stiga leik á morgun.

,,Ég er mjög ánægður með að vera hjá Crewe til loka leiktíðar því mér hefur gengið vel. Það er mjög góður andi í hópnum og margir leikir framundan. Ég veit að þetta hljómar eins og gömul klysja en við tökum einn leik í einum og vonandi höldum við áfram því sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum og koma okkur úr fallsætinu eins fljótt og mögulegt er,“ segir Ruddy á vef Crewe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert