Gylfi skoraði í stórsigri Crewe

Gylfi Sigurðsson.
Gylfi Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gylfi Sigurðsson skoraði mark í sínum fyrsta leik með Crewe þegar liðið vann stórsigur á Brighton á útivelli, 4:0, í ensku 2. deildinni. Gylfi, sem gekk í raðir Crewe í gær skoraði fjórða markið en hann kom inná sem varamaður á 55. mínútu.

Þetta var fjórði sigur Guðjóns Þórðarsonar og lærisveina hans í Crewe í röð og greinilegt að Guðjón er að gera frábæra hluti með liðið sem var í langneðsta sæti deildarinnar þegar hann tók við því.

Crewe komst með sigrinum upp úr fallsæti í fyrsta sinn í vetur en liðið er í 19. sæti af 24 liðum með 34 stig. Guðjón hefur nú stjórnað Crewe í 9 leikjum í deildinni og hefur liðið unnið sex þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka