Nær Chelsea öðru sætinu?

Didier Drogba virðist vera að vakna til lífsins.
Didier Drogba virðist vera að vakna til lífsins. Reuters

Þrjú af toppliðunum í ensku úrvalsdeildinni verða í eldlínunni í dag. Liverpool, Chelsea og Arsenal spila öll í dag og geta dregið á meistara Manchester United sem bæta ekki í stigasafn sitt um helgina því liðið mætir Tottenham í úrslitaleik deildabikarkeppninnar á Wembley á morgun.

Chelsea og Liverpool gætu haft sætaskipti. Fari svo að Chelsea leggi Wigan að velli á Stamford Bridge og Liverpool tapi fyrir Middlesbrough á Riverside nær Chelsea öðru sætinu. Liðin hefðu þá jafnmörg stig en markatala Chelsea er betri sem munar fimm mörkum.

Fjórir leikir verða háðir í úrvalsdeildinni í dag en leikirnir eru:

12.45 Everton - WBA
15.00 Chelsea - Wigan
15.00 Arsenal - Fulham
15.00 Middlesbrough - Liverpool

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert