Manchester United deildabikarmeistari 2009

Cristiano Ronaldo og Jermaine Jenas eigast við á Wembley í …
Cristiano Ronaldo og Jermaine Jenas eigast við á Wembley í dag. Reuetrs

Manchester United vann enska deildabikarinn í þriðja sinn eftir sigur á Tottenham í úrslitaleik á Wembley í dag. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 0:0, en United hafði betur í vítaspyrnukeppni, 4:1.

Tottenham veitti United harða keppni í leiknum en ekki var mikið um opin færi og í framlengingunni voru leikmenn beggja liða orðnir örþreyttir.

Í vítakeppninni skoruðu Ryan Giggs, Carlos Tevez, Cristiano Ronaldo og Anderson fyrir Manchester United. Vedran Gorluka var sá eini í liði Tottenham sem skoraði. Ben Foster varði frá Jamie O'Hara og David Bentley skaut framhjá.

Þar með vann United deildabikarinn í þriðja sinn í sögu félagsins en það hafði áður unnið 1992 og 2006.

Manchester United - Tottenham bein lýsing

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert