Ronaldo: Dómarinn hafði rangt fyrir sér

Cristiano Ronaldo fagnar deildameistaratitlinum á Wembley í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar deildameistaratitlinum á Wembley í gær. Reuters

Cristiano Ronaldo segir að hann hafi ekki átt að fá gula spjaldið fyrir að taka dýfu í vítateignum í úrslitaleiknum gegn Tottenham í deildabikarnum á Wembley í gær þar sem Manchester United hafði betur í vítaspyrnukeppni.

Ronaldo féll í teignum eftir viðskipti við Ledley King og reif Chris Foy umsvifalaust upp gula spjaldið og veifaði því framan í Portúgalann.

,,Ef þú sérð upptöku af atvikinu þá sést að leikmaðurinn sparkaði í fótinn á mér. Dómarinn tók ekki rétta ákvörðun og allan leikinn var hann eitthvað á móti mér. Ég veit ekki hvers vegna,“ sagði Ronaldo.

Ronaldo skoraði úr þriðju vítaspyrnu Manchester United í vítakeppninni en honum brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni á móti Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðastliðið vor og hann nýtti heldur ekki vítaspyrnu í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert