Rooney og Berbatov sáu um Newcastle

Wayne Rooney í leiknum í kvöld, en hann gerði fyrra …
Wayne Rooney í leiknum í kvöld, en hann gerði fyrra mark Man. Utd. Reuters

Manchester United vann útisigur á Newastle, 2:1, í kvöld og náði þar með sjö stiga forystu á ný á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Wayne Rooney og Dimitar Berbatov skoruðu mörk United, en Peter Lövenkrands kom heimamönnum yfir.

Manchester er því komið með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar og eiga leik til góða.

Grannarnir í Manchester City sigruðu einnig sinn leik, gegn Aston Villa, 2:0 með mörkum Elano og Shaun Wright-Phillips.

Stoke vann góðan sigur á Bolton, 2:0 en Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton, og var tekinn af leikvelli á 80. mínútu.

Þá sigraði West Ham lið Wigan á útivelli með marki Carlton Cole á 34. mínútu. Cole fékk hinsvegar sitt annað gula spjald á 37. mínútu og fékk því að fjúka útaf með rautt spjald. Léku leikmenn West Ham manni færri þar til á 52. mínútu, en þá fékk Lee Cattermole beint rautt spjald.

Tottenham var í stuði gegn Middlesbrough, sem vann liverpool í síðaðsta leik. Það taldi hinsvegar ekki í kvöld, enda tapaði liðið 4:0. Robbie Keane og Roman Pavlyuchenko komu Tottenham í 2:0 og Aaron Lennon bætti síðan tveimur mörkum við.

Hull náði þremur dýrmætum stigum gegn Fulham á útivelli með marki á 90. mínútu, en þar var á ferðinni Angólamaðurinn Manucho, sem kom frá Manchester United á láni í janúar.

Þá gerðu Blackburn og Everton markalaust jafntefli,

Newcastle - Manchester United 1:2
(Peter Lövenkrands, 9.- Wayne Rooney 20. Dimitar Berbatov 55.)

Manchester City - Aston Villa 2:0
(Elano, víti 24., Shaun Wright-Phillips 89.)

Stoke - Bolton 2:0
(James Beattie 14. Ricardo Fuller 74.)

Wigan - West Ham 0:1
(Carlton Cole 34. Carlton Cole rautt spjald 37. - Lee Cattermole (Wigan) rautt spjald 52.)

Blackburn - Everton 0:0

Fulham - Hull 0:1
(Manucho 90.)

Tottenham - Middlesbrough 4:0
(Robbie Keane 9. Roman Pavlyuchenko 14. Aaron Lennon 40. , 83.)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert