Erfitt að koma Liverpool í verð

Þeir Hicks og Gillet meðan allt lék í lyndi.
Þeir Hicks og Gillet meðan allt lék í lyndi. Reuters

Eigendur knattspyrnuliðsins Liverpool, Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillet, eiga í mestu vandræðum við að losa sig við félagið, en þeir hafa reynt að koma því í verð áður en 300 milljóna punda lán gjaldfellur á þá í júlí næstkomandi. Samningaviðræður við fjárfesta frá Kúvæt eru við það að renna út í sandinn.

Abdulla Al-Sager fer fyrir hópi fjárfesta frá Kúvæt: „Samningaviðræðurnar ganga mjög illa. Þeir (Hicks og Gillet) eru að krefjast allt of hárrar upphæðar fyrir félagið. Ég held að ekkert gerist nema þeir bjóði betra verð,“ sagði Al-Sager.

Hick og Gillet krefjast um 500 milljóna punda fyrir félagið, sem þeir eignuðust í febrúar 2007. Síðan þá hafa samskipti þeirra í millum orðið stirðari, sem og samskiptin við þjálfarann, Rafael Benítez og yfirmann knattspyrnumála, Rick Parry, sem hefur í kjölfarið ákveðið að segja af sér stöðu sinni frá og með næsta sumri.

Fjárfestarnir frá Kúvæt, Al-Sager og Rafed Al-Kharafi tilheyra einni ríkustu fjölskyldu landsins, sem hefur auðgast mikið á viðskiptum með olíu, en Nasser Al-Kharafi, frændi Rafed, er talinn 48. ríkasti maður heims.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert