Ferguson: Ronaldo auðvelt skotmark dómara

Tveir góðir. Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo.
Tveir góðir. Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Cristiano Ronaldo sé auðveld skotmark hjá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Ronaldo fékk að líta gula spjaldið í úrslitaleiknum í deildabikarnum um síðustu helgi fyrir að taka dýfu í vítateignum en sjónvarpsmyndir sýndu að Ledley King braut á Portúgalanum og dæma hefði átt vítaspyrnu.

Í leiknum á móti Newcastle slapp Steven Taylor varnarmaður Newcastle við brottrekstur þegar hann sló til Ronaldos. Steve Benett, sem tvívegis hefur rekið Ronaldo að velli, veitti Taylor hins vegar einungis áminningu og kom það Ferguson gríðarlega á óvart.

,,Ronaldo er auðvelt skotmark fyrir dómarana. Það er auðvelt að taka ákvarðanir gegn honum vegna þess hversu frábær leikmaður hann er og hversu leikgleðin er mikil hjá honum. Þegar við spilum á útvelli þá púar nánast hver einasti áhorfandi á hann. Ronaldo þarf að takast á við þetta en þetta hjálpar honum ekki,“ sagði Ferguson við Manchester United sjónvarpið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert