Ferguson styður 6+5 regluna

Ferguson ásamt hinum portúgalska Ronaldo, sem á sæti sitt víst …
Ferguson ásamt hinum portúgalska Ronaldo, sem á sæti sitt víst í liðinu, hvort sem 6+5 reglan verður innleidd eður ei. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist styðja hverskyns hugmyndir FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að fækka erlendum leikmönnum liða og fjölga um leið heimamönnum.

„Við (Manchester) styðjum meginregluna um heimaalda leikmenn. Öll lönd ættu að setjast við borðið og ná samkomulagi um að notast meira við ungu leikmennina. Þeir þurfa að fá sitt tækifæri. Sem þjálfara finnst mér þú njóta meiri tryggðar frá leikmönnum sem komu úr yngri flokkum félagsins og þú mótaðir sjálfur,“ sagði Ferguson.

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur barist hart fyrir reglunni, sem skikkar knattspyrnuliðs hvers lands fyrir sig, að tefla fram að minnsta kosti sex leikmönnum frá sama landi og liðið kemur, en aðeins fimm erlendum leikmönnum.

Þetta gæti komið sér illa fyrir lið á borð við Arsenal, Chelsea og Liverpool, sem reiða sig mikið á erlenda leikmenn, en hlutfall heimamanna er einna hæst hjá Manchester United af „stóru“ liðunum í Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka