Chelsea í undanúrslitin

Aron Einar Gunnarsson, til hægri, og Guillaume Beuzelin hjá Coventry …
Aron Einar Gunnarsson, til hægri, og Guillaume Beuzelin hjá Coventry reyna að stöðva Michael Essien hjá Chelsea í leiknum í dag. Reuters

Chelsea er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Coventry á Ricoh Arena í Coventry í dag. Það voru Didier Drogba og Alex sem gerðu mörk Chelsea.

Aron Einar lék allan leikinn með Coventry.

Bein lýsing er einnig hér.

0:2 Varnarjaxlinn Alex er búinn að koma Chelsea í 2:0. Eftir langt innkast sem Aron Einar tók misstu samherjar hans boltann klaugalega við vítateig Chelsea sem brunaði fram og boltinn fór út á hægri kantinn og kom þaðan fyrir á Alex sem var aleinn í teignum og skoraði af öryggi.

0:1 Didier Drogba kom Chelsea yfir með fínu marki á 15. mínútu. Hann komst inn fyrir vörnina, lék á makrvörðinn og var kominn í nokkuð þrönga stöðu en náði að setja boltann efst í hægra hornið.

Lið Coventry: Keiren Westwood, Stephen Wright, Scott Dann, Ben Turner, Marcus Hall, Jordan Henderson, Aron Einar Gunnarsson, Michael Doyle, Freddy Eastwood, Leon Best, Clinton Morrison.

Lið Chelsea: Petr Cech, José Bosingwa, John Terry, Alex, Ashley Cole, Frank Lampard, Mikel John Obi, Michael Ballack, Florent Malouda, Didier Drogba, Salomon Kalou.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert