Góður sigur hjá Guðjóni og lærisveinum

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson www.crewealex.net

Crewe Alexandra vann góðan 2:1 sigur á heimavelli í dag þegar liðið tók á móti Hereford í miklum fallslag ensku 2. deildinni. Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Crewe sem vann sinn 7. sigur í 11 deildaleikjum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari var dæmd vítaspyrna á gestina og einum leikmanna þeirra vísað af velli. Billy Jones skoraði úr vítinu, 1:0, en Hereford jafnaði á 79. mínútu. Jones var aftur á ferðinni þremur mínútum síðar, 2:1.

Crewe lyfti sér úr 20. sætinu í það 19. og er nú með fimm lið fyrir neðan sig en fjögur þau neðstu falla. Staða neðstu liða er nú þessi:

38 Northampton
38 Yeovil
37 Crewe
36 Leyton Orient
---------------------
35 Swindon
32 Brighton
30 Hereford
22 Cheltenham

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka