Manchester United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Fulham, 4:0, á Craven Cottage í London í kvöld.
Bein textalýsing frá Craven Cottage.
Manchester United náði forystunni á 20. mínútu þegar Carlos Tévez skoraði með skalla af stuttu færi, í kjölfarið á hornspyrnu þar sem Wayne Rooney fleytti boltanum áfram innað markinu, 0:1.
Tévez var ekki hættur því á 35. mínútu bætti hann við öðru marki með stórglæsilegu skoti eftir að hafa leikið varnarmann Fulham grátt, 0:2.
Wayne Rooney, sem átti stangarskot úr dauðafæri í fyrri hálfleik, bætti fyrir það með marki á 50. mínútu eftir sendingu frá Anderson, 0:3.
Það var svo Park Ji-sung sem innsiglaði sigurinn með marki á 81. mínútu, 0:4.
Lið Fulham: Schwarzer, Pantsil, Hangeland, Hughes, Konchesky, Davies, Etuhu, Murphy, Dempsey, Zamora, Johnson.
Varamenn: Zuberbühler, Nevland, Gera, Kamara, Dacourt, Stoor, Kallio.
Lið Man.Utd: Van der Sar, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Anderson, Park, Rooney, Tévez.
Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Welbeck, Evans, Eckersley.