Guðjón samþykkir að gera nýjan samning

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Ljósmynd/The Sentinel

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Crewe Alexandra hefur samþykkt að gera nýjan samning við félagið að því er fram kemur á fréttavef BBC í dag.

,,Ég er mjög ánægður með störf mín og ég nýt þeirra en það er aldrei að vita hvað gerist. Það er undir öðrum komið að ákveða mína framtíð. Það eina sem ég hugsa um að ná góðum úrslitum,“ sagði Guðjón í samtali við BBC útvarpið í dag.

Það er óhætt að segja að Guðjón hafi breytt hlutunum til batnaðar frá því hann tók við stjórastöðunni hjá Crewe um áramótin. Þá var liðið langneðst í 2. deildinni en liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum undir stjórn Guðjóns og er komið úr fallsæti upp í 19. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert