Tvísýnt með Benayoun gegn Real Madrid

Yossi Benayoun fagnar marki fyrir Liverpool.
Yossi Benayoun fagnar marki fyrir Liverpool. Reuters

Óvíst er að ísraelski kantmaðurinn Yossi Benayoun geti leikið með Liverpool gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu annað kvöld en hann tognaði í læri.

Benayoun var hetja Liverpool í fyrri leiknum á Santiago Bernabau í Madríd en þar skoraði hann dýrmætt sigurmark enska liðsins, 1:0. Hann hefur þótt besti leikmaður liðsins í undanförnum leikjum.

„Yossi á í vandræðum og við vitum meira eftir að hann hefur farið í myndatöku," sagði Rafael Benítez knattspyrnustjóri á vef Liverpool í dag.

Benítez er hinsvegar bjartsýnn á að Fernando Torres nái að spila með annað kvöld en hann hefur verið tæpur að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka