Leikmenn Liverpool fóru á kostum í kvöld þegar þeir gjörsigruðu Spánarmeistarana Real Madrid, 4:0, í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Chelsea, Bayern München og Villarreal eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar.
Steven Gerrard gerði tvö marka Liverpool og þeir Fernando Torres og Andrea Dossena sitt markið hvor. Liverpool vann þar með 5:0 samanlagt, nokkuð sem fæstir hefðu þorað að spá fyrirfram.
Juventus og Chelsea skildu jöfn í Tórínó, 2:2, og Chelsea vann þar með 3:2 samanlagt. Juventus komst tvisvar yfir með mörkum frá Vicenzo Iaquinta og Alessandro Del Piero en Michael Essien og Didier Drogba svöruðu fyrir Chelsea.
Bayern München hafði ótrúlega yfirburði gegn Sporting Lissabon. Portúgalirnir gáfust greinilega upp eftir 0:5 ósigur á heimavelli í fyrri leiknum og þeir fengu enn verri skell í höfuðstað Bæjaralands, 7:1.
Úrslit í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu: (innan sviga eru samanlögð úrslit)
Liverpool - Real Madrid 4:0 (5:0)
Fernando Torres 16., Steven Gerrard, víti, 28., 47., Andrea Dossena 88.
Juventus - Chelsea 2:2 (2:3)
Vicenzo Iaquinta 16., Alessandro del Piero 74. (víti) - Mikael Essien 45., Didier Drogba 83.
Chiellini hjá Juventus var rekinn af velli á 70. mínútu.
Bayern München - Sporting 7:1 (12:1)
Lukas Podolski 7., 34., Anderson Polga 39., Bastian Schweinsteiger 43., Mark van Bommel 74., Miroslav Klose 82. (víti), Müller 90. - Joao Moutinho 42.
Panathinaikos - Villareal 1:2 (2:3)
Mantzios 55. - Ibagaza 49., Llorente 70.