Arsenal vann framlengda vítaspyrnukeppni

Emmanuel Eboue hjá Arsenal og John Arne Riise hjá Roma …
Emmanuel Eboue hjá Arsenal og John Arne Riise hjá Roma eigast við í leiknum í kvöld. Reuters

Arsenal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir sigur á Roma í framlengdri vítapyrnukeppni í Rómarborg í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma var 1:0, Roma í vil, og liðin þar með jöfn samanlagt, 1:1. Ekkert var skorað í framlengingu. Þar með eru öll fjögur ensku liðin í keppninni komin í átta liða úrslitin.

Juan kom Roma yfir strax á 9. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Francesco Totti, 1:0, og þar við sat í venjulegum leiktíma.

Framlengingin bauð upp á fátt spennandi og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í 8-liða úrslitin.

Vítaspyrnukeppnin:
0:0 Doni (Roma) ver frá Eduardo (Arsenal)
1:0 David Pizarro skorar fyrir Roma.
1:1 Robin van Persie skorar fyrir Arsenal.
1:1 Almunia (Arsenal) ver frá Mirko Vucinic (Roma)
1:2 Theo Walcott skorar fyrir Arsenal.
2:2 Julio Baptista skorar fyrir Roma.
2:3 Samir Nasri skorar fyrir Arsenal.
3:3 Vicenzo Montella skorar fyrir Roma.
3:4 Denilson skorar fyrir Arsenal.
4:4 Francesco Totti skorar fyrir Roma.
Bráðabani:
4:5 Kolo Toure skorar fyrir Arsenal.
5:5 Alberto Alquilani skorar fyrir Roma.
5:6 Bacary Sagna skorar fyrir Arsenal.
6:6 John Arne Riise skorar fyrir Roma.
6:7 Abou Diaby skorar fyrir Arsenal.
6:7 Max Tonetto skýtur yfir mark Arsenal.

Bein textalýsing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert