Man.Utd, Barcelona og Porto áfram

Rio Ferdinand hjá Man.Utd og Zlatan Ibrahimovic hjá Inter eigast …
Rio Ferdinand hjá Man.Utd og Zlatan Ibrahimovic hjá Inter eigast við í leiknum í kvöld. Reuters

Manchester United, Barcelona og Porto eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir að hafa slegið Inter Mílanó, Lyon og Atlético Madrid út í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það þarf hinsvegar framlengingu til að knýja fram úrslit hjá Roma og Arsenal.

Manchester United vann Inter Mílanó 2:0 á Old Trafford með mörkum frá Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo.

Fylgjast má með hverjum leik fyrir sig í beinum og ítarlegum textalýsingum með því að smella á hlekkina fyrir aftan hvern leik. Þannig gengu leikirnir fyrir sig, samanlögð úrslit í svigum:

Manchester United - Inter Mílanó 2:0 (2:0) Bein textalýsing.
1:0 Nemanja Vidic 4., skalli eftir hornspyrnu frá Michael Carrick.
2:0 Cristiano Ronaldo 49., skalli eftir glæsilega sókn og sendingu frá Wayne Rooney.

Roma - Arsenal 1:0 (1:1) Bein textalýsing.
1:0 Juan 9., af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Francesco Totti.
Staðan samanlagt 1:1 eftir venjulegan leiktíma og því framlengt.

Barcelona - Lyon 5:2 (6:3) Bein textalýsing.
Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Barcelona.
1:0 Thierry Henry 25., eftir sendingu frá Rafael Márquez.
2:0 Thierry Henry 27., eftir sendingu frá Xavi.
3:0 Lionel Messi 40., eftir magnaða rispu og samleik við Eto'o.
4:0 Samuel Eto'o 43., eftir fyrirgjöf frá Henry.
4:1 Jean Makoun 44., með skalla eftir hornspyrnu frá Juninho.
4:2 Juninho 48.
5:2 Seydou Keita 90.

Porto - Atlético Madrid 0:0 (2:2) Bein textalýsing.
Porto áfram á mörkum á útivelli.

Lionel Messi leikur á varnarmenn Lyon. Hann skoraði glæsimark og …
Lionel Messi leikur á varnarmenn Lyon. Hann skoraði glæsimark og kom Barcelona í 3:0. Reuters
Juan skorar fyrir Roma gegn Arsenal á 9. mínútu.
Juan skorar fyrir Roma gegn Arsenal á 9. mínútu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka