Uli Höness framkvæmdastjóri þýska knattspyrnuliðsins Bayern München vill ekki mæta Livepool þegar dregið verður til átta liða úrslitanna í Meistaradeildinni þann 20. mars.
,,Ég vil ekki mæta Livepool því lið þeirra virkar ansi öflugt. Liverpool á enga möguleika á að vinna enska meistaratitilinn og það hefur orðið til þess að liðið getur einbeitt sér alfarið að Meistaradeildinni sem það virðist gera mjög vel,“ sagði Höness en Bayern rótburstaði Sporting í sextán liða úrslitunum. Bæjarar unnu 7:1 sigur í gær og samanlagt, 12:1.