Ferguson kemur Rooney til varnar

Ferguson segir að hugsanlega hafi Rooney tekið full djúpt í …
Ferguson segir að hugsanlega hafi Rooney tekið full djúpt í árinni, en segist þó skilja afstöðu hans. Reuters

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagðist vel skilja Wayne Rooney þegar hann lét hafa eftir sér á vef félagsins að hann „hataði Liverpool,“ en liðin mætast í stórslag helgarinnar á morgun.

„Það er auðvelt að segjast hata eitthvað, auðveldara en að segjast mislíka eitthvað. Kannski er það ekki rétta orðið. En Rooney hefur líka fengið sinn skammt af svívirðingum frá stuðningsmönnum Liverpool í gegnum tíðina, svo það er skiljanlegt að hann hafi tekið sér þetta orð í munn. Gleymum því ekki að hann studdi Everton í æsku og lék með þeim síðar, og erjurnar milli þessara grannaliða hafa alltaf verið miklar. En þetta er ekkert óvenjulegt í rauninni, “ sagði Ferguson til varnar sínum manni.

Orð Rooney voru fjarlægð af vef Manchester United, en skaðinn var þegar skeður og hafa eflaust margir Liverpool aðdáendur hugsað Rooney þegjandi þörfina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka